Tara's Tornado
Tara's Tornado er ræktun sem er í eigu Maríönnu Magnúsdóttur.
Ég er menntaður hjúkrunarfræðingur og vinn á gjörgæslu. Ásamt þeirri vinnu sit ég í stjórn íþróttadeildar HRFÍ og var í stjórn Terrierdeildar HRFÍ í nokkur ár.
Ég bý með Brynjari í Mosfellsbæ með syni okkar, Teslu og Tindru.
Ég eignaðist minn fyrsta hund sem var silky terrier 2007, hana Töru Dúllu.
Ég er og hef alltaf verið mikil áhugamanneskja um hunda og datt algjörlega inn í hundaheiminn þegar ég fékk Töru. Ég valdi mér kannski ekki auðveldustu tegundina en það er nú ekkert lítið hvað ég var heppin með eintak. Frá árinu 2007 þá hef ég verið heilluð af silky terrier og komst lítið annað að hjá mér á þessum tíma. Ég dembdi mér af fullum krafti í sýningar og alla þá þjálfun sem ég komst í og hef ekki hætt síðan. Töru fannst sýningar ekki skemmtilegar þannig við einbeittum okkur saman á hundafimi og hlýðni.
Hins vegar var ég svo heppin að fá að sýna fyrir hina ýmsu ræktendur á sýningum og lærði því alltaf meira og meira um tegundina og kynntist ræktendum bæði hér heima og erlendis.
Það var þó ekki fyrr en 2016 sem leitin að öðrum silky terrier varð fyrir alvöru þar sem þá var ég að kaupa mér mitt eigi húsnæði og gat þá bætt við mig. Ég hafði samband við Jennu hjá PetPursuit í Finnlandi þar sem ég hafði kynnst henni úti á Crufts og hafði heillast af hennar sýn á ræktun og af hundunum hennar. Úr því varð að ég fékk hana Teslu og verð ég henni ævinlega þakklát fyrir traustið sem hún sýndi mér. Að senda hunda til Íslands er ekkert grín og það eru ekki allir hundar sem geta það andlega að vera í einangrun. Ég fór út til Finnlands að hitta Teslu í desember 2017 og var hún jafn yndisleg og allt það sem ég gæti óskað mér í silky terrier. Ég sótti hana síðan í mars 2018 og flaug með hana heim. Tindra kemur síðan 2020 en hún er einnig úr sömu ræktun. Ég er mjög ánægð með að hafa þessar tíkur sem vonandi mitt upphaf að ræktun.
Ég legg mikla vinnu í hundana mína og sækji ég mörg námskeið með þær. Mér finnst öll þjálfun skemmtileg og legg ég mikið upp á að vinna með stelpurnar mínar og finna út hvar þær skara framúr og hvað þeim finnst skemmtilegt og leggja síðan auka áherslu á það. Framtíðarsýn mín er að keppa með þær í hlýðni, hundafimi, spori og nosework. Við hreyfum okkur mikið saman og förum í fjallgöngur ásamt venjulegu innanbæjarrölti.
Ég hef mikla ástríðu fyrir Silky terrier og legg mig alla fram við að vera tegundinni minni til sóma og markmið mitt með ræktun er að rækta heilbrigða, sjálfstæða, tegundatýpíska, skapgóða heimilshunda.