Silky Terrier

A real terrier - alert, lively and balanced.
Once you have your silky, you're not ever alone.
If you do not know what is a soulmate - this breed will teach it to you.

Almennt um Silky Terrier

Silky terrier er lítill, sterkbyggður og stuttleggjaður terrier, 23-26 cm á herðakamb en oft eru tíkurnar minni. Þeir eru líflegir, virkir(orkumiklir) og vel vakandi kjánar, það gerir þá þó ekki geltnari en aðrar tegundir en þeir fylgjast mjög vel með öllu og því fara ókunn hljóð eða hreyfing ekki framhjá þeim sem gerir þá að frábærum vakthundum sé þess óskað. Hægt er að sjá á eyrunum sem eru ávallt sperrt hvernig þau fylgja eftir hljóðum. Þeir eru með síðan gráan/bláa og brúnan silky feld sem er aðal einkenni tegundarinnar, feldurinn hangir beinn niður og er augljós bein skipting á bakinu feldinum er oft lýst sem glansandi fíngerðum og sléttum. Hárið ætti að vera silkimjúkt - en hvorki ullarlegt (of mjúkt) né vírslegt (of stíft).

Silky terrierinn á að vera örlítið lengri en hann er hár. (⅕ lengri en hæðin á herðkamb). Þessi tegund var notuð til að veiða og drepa snáka og nagdýr og ætti líkaminn að vera þannig í útliti að hann geti ennþá sinnt þessu hlutverki.

Saga Silky Terriers

Forfeður ástralska silky terrierins eru margir en oftast er talað um Yorkshire terrier og Australian terrier. Ástralska hundaræktunarfélagið viðurkenndi þá sem sjálfstæða tegund árið 1958 sem Sidney Silky terrier og eftir það þá tók ameríska hundaræktunarfélagið hann inn árið 1959 og fylgdu svo aðrir klúbbar eftir og er Silky terrier tegund númer 236 hjá FCI.

Skapgerð og þjálfun

Silky terrier elska knús og klór en eru hinsvegar ekki mikið fyrir að láta halda á sér enda eru þeir hundar og vilja fá að kanna heiminn á jörðinni. Þeir eru með terrier eðlið í sér og þar af leiðandi eru þeir bráðgáfaðir og þurfa mikla athygli og andlega örvun. Ef þeir fá það ekki þá geta þeir átt það til að gera óæskilega hluti til að fá athygli. Þeir eru líka þrjóskir en eru oftast tilbúnir að gera hvað sem er til að fá athygli þína og aðdáun. Ef þú nærð að beina gáfunum og þrjóskunni inn á réttar brautir strax, alveg frá því að þú færð hvolpinn á heimilið þá færðu frábæran félaga og duglegan hund. Silky terrier elskar að fá að leika sér og hlaupa laus, bara að passa að það sé vel girt eða vera búin að þjálfa hundinn í að koma þegar er kallað. Þeir þurfa ekki langa göngutúra á degi hverjum en eru mjög röskir og fullorðnir hundar geta gengið og hlaupið í upp undir tvo klukkutíma án þess að blása úr nös. Ef þeir fá ekki göngutúr t.d. vegna veðurs þá sjá þeir sjálfir til þess að þeir fái næga hreyfingu innandyra. Þá er betra að fylgjast vel með blómapottum og öðru lauslegu! Þeir elska að elta mýs, kanínur og ketti.

Ef þú vilt hund sem fylgir þér eftir, hlustar á þig þegar þú talar við hann og vill taka virkan þátt í heimilishaldinu þá er Silky terrier hundur fyrir þig. Það þarf að gæta þess að eiginleikar Silki terrier fái að njóta sín á sem eðlilegastan máta en þeir eru góðir í hinum ýmsu sportum þar sem heilinn og nefið fá að vinna eins og hundafimi, nosework, hlýðni og spori. Ef þeir fá ekki tíma og athygli eða er ekki sinnt nægilega þá er hætt við því að upp komi einhverskonar hegðunarvandamál.

© 2021 Tara's Tornado 
Powered by Webnode
Create your website for free! This website was made with Webnode. Create your own for free today! Get started