Blogg

Það er svosem alltaf af nægu að taka í fréttum en það helst er að Telsa og Tindra ásamt hvolpunum okkar hafa farið á 4 sýningar og eru að fá mjög góða og fallega dóma. Svo núna í ágúst þá eru hvolparnir hennar Teslu komnir í ungliðaflokk og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim gengur þar.

Það komu i heiminn 2 sprækir strákar og 1 stelpa en því miður fæddist hún andvana.
Tindran sér ekki sólina fyrir strákunum sínum sem heita Bersi og Kappi sem eru duglegir að vaxa og dafna.
Þeir eru orðnir viku gamlir í dag og tútna út og Tindra sinnir þeim svo vel.

Það eru spennandi fréttir en við erum að fá rakka til landsins til þess að nota í okkar ræktun. Erum við gríðalega spennt fyrir að fá hann til okkar og sjá hvað hann gefur okkur í ræktun. Hann er með einstaklega spennandi ættbók, margfaldur meistari, með öll heilsufarstékk í lagi og það sem skiptir mestu máli er að hann er með yndislega skapgerð....

Núna er kominn listi yfir stigahæstu hundana á árinu 2021 og er hún Tesla okkar á þeim lista
Tesla er stigahæsti Silky terrierinn á íslandi núna annað árið í röð
Tesla er í 4 sæti af öllum terrierhundum á íslandi.

© 2021 Tara's Tornado 
Powered by Webnode
Create your website for free! This website was made with Webnode. Create your own for free today! Get started