B-Got

Ég mun notast við puppyculture til að gefa hvolpunum í gotinu sem besta startið út í lífið. Hægt er að kynna sér hvað það er á þessum link

Verð á hvolpi er 400.000 Kr

Staðfestingargjald er 50.000 Kr sem dregst af upphaflega verðinu

Maríanna - mariannam@simnet.is

Hvolparnir afhendast :

  • Eftir heilsufarsskoðun og fyrstu bólusetningu, ormahreinsaðir og örmerktir sem er í janúar

  • HRFÍ ættbók

  • Eftir hvolpaskapgerðamat

  • Byrjaðir á klikker þjálfun

Hvolpunum mun fylgja:

  • 15% afsláttur af hvolpanámskeiði - sér námskeið fyrir gotið hjá Betri Hundar

  • Mappa með upplýsingum um hvern hvolp frá fæðingu og almennt um Silky terrier.

  • Sjampó, næring

  • Bursti og greiða frá ShowTech

  • Hvolpapakki með fóðri, klikker og leikföngum

  • Fyrsta snyrting

  • Ól og taumur

  • Aðstoð og stuðningur alla ævi

Tara's Tornado Blissful Time Kappi 

Tara's Tornado Bubbly Time Bersi 

7 Nóvember komu 3 kríli í heiminn. 
2 strákar og 1 stelpa sem því miður fæddist andavana

Foreldrar hvolpana eru -

Pet Pursuit Prime Tima - Tindra 
Fædd 12.06.20

Kemur frá Pet Pursuit ræktun í Finnlandi og hún hefur verið sýnd með ágætis árangri og hefur orðið besti hundur tegundar meðal annars og er með meistarastig en ekki komin með meistaratitil enda bara rúmlega 2ja ára. Tindra er gott efni í rauðakross hund en hún er bara nýbúin á ná aldri til að geta farið í gegnum prógrammið þannig það er næst á dagskrá. Hún hefur mikinn vinnuvilja og hefur farið í Rallýhlýðni og stefnum við á framhald þar ásamt því að fara í hundafimi.

Hún er augnskoðuð með hrein augu, hjartahlustuð án athugasemda og hnéskeljar 0/0

Tekið var DNA próf fyrir 211 mögulegum sjúkdómum og var hún CLEAR af öllu

C.I.B, BALT JCH, BG GR JCH, BG JCH, BY GR JCH, BY JCH, EST JCH, GR JCH, HU JCH, LT JCH, LU JCH, LV JCH, RO JCH, SK JCH, AL CH, AL GR CH, BALT CH, EST CH, KV CH, KV GR CH, LT CH, LV CH, SE CH, ATJW-19, GRJW-19, LTJW-19, MEDITJW-19, SKJW-19 Pet Pursuit Inside Out - Late

Late var augnskoðuð án athugasemda
DNA sýni tekið og er hann ekki beri af arfgengum sjúkdómum.
Hjartahlustuð án athugasemda
Hnéskeljar gráðaðar 0/0 

Late kemur frá Finnlandi í heimsókn hingað til íslands en hann hefur átt gott gengi á sýningum erlendis og farið á nokkrar hérlendis líka. Hann er einnig í hundafimi og með ljúfasta skap sem ég hef kynnst

Late og Tindra

Þau eru bæði mjög skapgóð og frekar auðveld að búa með. Þau eru bæði mjög dugleg og finnst fátt skemmtilegra en langir göngutúrar og mikið hlaup en eru svo til í gott mallaklór og kúr ef því er að skipta. Þau eru bæði mjög opin við fólk og frekar ákveðin á að fá athygli, það allavega fer ekki framhjá þér ef þau eru á svæðinu því helst vilja þau alltaf vera númer eitt. Þau eru bæði mjög blíð og ljúf við strákinn minn og eru varkár í kringum hann. Þau bæði eru algerir skopparaboltar og gleðisprengjur en þau hafa bæði gríðalegan stökkkraft. Það er aldrei lognmolla í kringum þau tvö 

Late er sjarmur, mjög opinn persónuleiki, alltaf glaður og ELSKAR alla sem hann hittir. Hann veit ekki hvað persónulegt rými er og vill helst alltaf vera með þér alveg sama þó það sé fjallganga eða klósettferð. Hann elskar klapp og kúr og kjass. Hann er einnig mjög meðtækinlegur við þjálfun og vill allt gera fyrir þig. Hann getur verið óttalegur klaufi og misreiknað sig td þegar hann er að hoppa en stökkkrafturinn hans er gríðalegur. Hann er ljúfasta blóm við menn og börn. Hann hafði aldrei búið með börnum fyrr en hann kom til mín en hann og sonur minn eru bestu vinir

Tindra er lítli skopparaboltinn okkar og gleðigjafi. Hún er síglöð og heilsar öllum gjarnarn með gula tennisboltann sinn í kjaftinum. Tindran er blíð og með svolítið lítið hjarta en elskar rosa mikið. Henni finnst fátt betra en að fá að hlaupa laus, elta boltann sinn eða fá gott klór og knús og treður hún sér undir hendinni á manni eða hoppar í fengið á manni þangað til hún fær athygli. Hún er óörugg fyrst í kringum hunda þar sem hún lenti í slysi þegar hún var hvolpur og tekur hún því nýjum hundum með smá fyrirvara. Hún vill allt fyrir mann gera og er gríðalega fljót að læra. Tindra var núna í vor/sumar2022 á sviði í gamlabíó í söngleiknum Legally Blonde go stóð sig með príði en hún lék hundinn hennar Elle Woods og var gaman að sjá hana óhrædda og njóta sín á sviðinu. Þar kom hún nokkrum sinnum á svið labbandi eða í tösku og vakti gríðalega lukku. Þar vann hún með leikurunum og var fljót að mynda gott samband við þau.

Myndir af hvolpunum