Feldhirða


Góðar vörur eru lykilatriði

Feldurinn á Silky terrier þarfnast ekki mikils. Með nokkrum góðum vörum getur þú haldið feldinum á hundinum þínum í frábæru standi ef þú veist ekki hvaða vörur þú átt að nota eða ert óviss með þá endilega hafðu samband við þinn ræktanda. Vörur eru misgóðar eins og þær eru margar og sumar eru einfaldlega of sterkar fyrir feldin á Silkanum þar sem hann er bara einfaldur og þarf því lítið magn af vörum í hann.

Burstar og greiður

Rétti burstinn getur verið vandfundinn en ég mæli með og nota sjálf frá showtech og Maxipin. Því mýkri sem burstinn er því betra. Þú vilt ekki nota bursta sem er með kúlum á endunum á hverjum pinna. Venjulegar stálgreiður virka best til að ná flækjum úr feldinum ef þær koma. Þær þurfa þó að vera með frekar þéttum pinnum þar sem hárin á silky terrier eru svo fíngerð að greiða sem er langt bil á milli pinna gæti misst af flækjunum. Mér finnst best að vera með 2 tegundir af greiðum mis þéttar.

Neglur

Síðan er naglaklippur mikilvægar, passa að þær séu beittar og skipta þeim út reglulega. Ég klippi neglurnar á mínum hundum 1x í viku en ég nota líka rafmagnsþjöl. Gott er að eiga púður til að stoppa blæðingu ef að klippt er of langt. Silky terrier er með svartar klær og getur verið erfitt að sjá ekki hvar kvikan er þegar klippt er. Þær fást í öllum helstu gæludýrabúðum.

Hvernig á að greiða og snyrta

Ekki greiða feldinn þegar hann er skítugur þar sem það slítur feldinn. Alltaf greiða feldinn þegar hann er hreinn og nýþveginn. Ef þarf að bursta yfir hundinn á milli baða og hann er ekki skítugur þá skal ekki gera það með þurran feld heldur nota næringarsprey og spreyja yfir feldin áður til að hann sé rakur. Þegar hundurinn er baðaður skal passa að hann standi á stömu undirlagi t.d hægt að setja blaut handklæði í baðkarið/sturtuna sem hundurinn getur staðið á. Markmiðið með að baða og snyrta hundinn sinn á að vera ánæguleg samverustund á milli eiganda og hunds.

Bað og blástur

Byrja skal á því að blanda sjampóið og næringuna í sér brúsa. Flestar tegundir af hreingerningavörum fyrir hunda eru gerðar til að blanda á móti vatni og þannig er hægt að drýgja vöruna vel og eins er sjampóið þá ekki eins sterkt í feldinn.

Byrja skal á sjampóinu, fyrst skal hreinsa hundin vel og passa að sprauta ekki vatni í nef,eyru,augu og munn. Helltu síðan sjampóinu í feldinn og nuddaðu varlega til þess að mynda ekki flækjur nudda vel. Síðan skal skola vel úr og passa að ekkert verði eftir í feldinum. Síðan er gert eins með næringuna en hún látin síðan bíða í hundinum í 5-10 mín og síðan skolað vel úr. Ef þetta er sýningarbað þá er gott að sleppa að setja næringu í skott og höfuð. Kreista mest af vatninu úr feldinum á hundinum með höndum síðan er honum vafið í handklæði en ekki nudda handklæðinu til að þurrka feldinn heldur kreista feldin í handklæðið. Síðan er farið yfir hundinn með bursta og ef það eru flækjur þá eru þær fyrst losaðar með fingrunum og síðan er notuð greiða. Feldurinn er blásin og best er að nota kaldan blástur til að valda ekki hitaskemmdum. Greiða með bursta á meðan verið að þurrka hundinn og þegar hann er orðin þurr er farið yfir hann með fínni greiðu. Stundum er gott að spreyja finishing spreyi í feldin eða næringarblöndu yfir feldinn til að verja hann og minnka rafmagn sem getur myndast.

Snyrting

Klippt er í öfugt V á milli augnana því annars vaxa hárin þar fyrir augun. Eyrun eru klippt en þau eiga ekki að vera með löngum hárum og því farið með skæri alveg uppvið eyrun og klippt. Skottið er síðan klippt þannig að það sé eins og gulrót, þykkasti parturinn er uppvið skottrótina og mjókkar þegar kemur að endanum. Gott er að nota bæði bein og þynningarskæri í þetta. Fæturnir eru síðan reyttir þannig þeir séu eins og vel snyrt kattarloppa.