Feldhirða
Góðar vörur eru lykilatriði
Feldurinn á Silky terrier þarfnast ekki mikils. Með nokkrum góðum vörum getur þú haldið feldinum á hundinum þínum í frábæru standi ef þú veist ekki hvaða vörur þú átt að nota eða ert óviss með þá endilega hafðu samband við þinn ræktanda. Vörur eru misgóðar eins og þær eru margar og sumar eru einfaldlega of sterkar fyrir feldin á Silkanum þar sem hann er bara einfaldur og þarf því lítið magn af vörum í hann.
Burstar og greiður
Rétti burstinn getur verið vandfundinn en ég mæli með og nota sjálf frá showtech og Maxipin. Því mýkri sem burstinn er því betra. Þú vilt ekki nota bursta sem er með kúlum á endunum á hverjum pinna. Venjulegar stálgreiður virka best til að ná flækjum úr feldinum ef þær koma. Þær þurfa þó að vera með frekar þéttum pinnum þar sem hárin á silky terrier eru svo fíngerð að greiða sem er langt bil á milli pinna gæti misst af flækjunum. Mér finnst best að vera með 2 tegundir af greiðum mis þéttar.
Neglur
Síðan er naglaklippur mikilvægar, passa að þær séu beittar og skipta þeim út reglulega. Ég klippi neglurnar á mínum hundum 1x í viku en ég nota líka rafmagnsþjöl. Gott er að eiga púður til að stoppa blæðingu ef að klippt er of langt. Silky terrier er með svartar klær og getur verið erfitt að sjá ekki hvar kvikan er þegar klippt er. Þær fást í öllum helstu gæludýrabúðum.