Lánsrakki að koma til okkar

11/04/2022

Pet Pursuit Inside Out - Late

Það eru spennandi fréttir en við erum að fá rakka til landsins til þess að nota í okkar ræktun. Erum við gríðalega spennt fyrir að fá hann til okkar og sjá hvað hann gefur okkur í ræktun. Hann er með einstaklega spennandi ættbók, margfaldur meistari, með öll heilsufarstékk í lagi og það sem skiptir mestu máli er að hann er með yndislega skapgerð.

Hann er með nokkuð marga titla af sýningum og hér koma nokkrir C.I.B, BALT JCH, BG GR JCH, BG JCH, BY GR JCH, BY JCH, EST JCH, GR JCH, HU JCH, LT JCH, LU JCH, LV JCH, RO JCH, SK JCH, AL CH, AL GR CH, BALT CH, EST CH, KV CH, KV GR CH, LT CH, LV CH, SE CH, ATJW-19, GRJW-19, LTJW-19, MEDITJW-19, SKJW-19

Við munum sækja hann í maí til portúgals og kemur hann til landsins 24.Maí og losnar úr einangrun 2 vikum seinna. Ég ætla að reyna að vera dugleg að setja í instastory ferðalagið við að sækja strákinn og getið þið fylgst með á https://www.instagram.com/tarastornadosilky/ 

https://jalostus.kennelliitto.fi/frmKoira.aspx?RekNo=FI27790%2F18&R=236
Hér er hægt að sjá nánar um hann ættbók og allar heilsufarsskoðanir, systkini og fyrri got.