Tara Dúlla

Tara dúlla var einstakur hundur á alla vegu. Tara var í senn mín besta vinkona, sálufélagi og minn helsti aðdándi.

Hún kom inn í líf mitt í desember 2007 og frá þeim tíma urðum við óaðskiljanlegar.

Þar sem Tara mín var mjög virk og klár þá varð það úr að við tókum öllum þau námskeið sem við komumst yfir á þeim tíma og kepptum í æfingarprófum í hlýðni og bronsprófi. Tara hafði endalausa orku og var alltaf tilbúin að læra eitthvað nýtt sem hefur haldið mér á tánum með að auka við mig þekkingu í þjálfun til að hafa í við hana. 

Tara tók þátt í sýningum, hlýðnikeppnum og prófum, nosework, spori, rauðakross hundur en var fyrst og fremst mín allra besta vinkona og sálufélagi 

Sálufélaginn minn - Styrkurinn minn - Hetjan mín - Dúllan mín - Gamlan mín - Stoltið mitt - Besta vinkona mín
Ástin mín hefur kvatt okkur eftir tæplega 13 ára samveru þann 19.Júní.2020. Hjartað mitt er í molum og mun ég aldrei verða heil aftur. Þú varst alltaf til staðar og gerðir allt með mér hvort sem það var að skreppa saman í bíltúr eða taka þátt í hlýðniprófi. Núna getur þú hlaupið um verkjalaus i sumarlandinu.Þú varst meira en bara hundur fyrir mér þú varst besta vinkona mín og trúnaðarvinur. Annan eins karekter hef ég aldrei kynnst, þrjóskupúki og húmoristi.Þeir sem kynntust Töru Dúllu voru heppnir og geta allir verið á sama máli að hún var einstök.

Takk fyrir allt og ég mun elska þig alltaf
Þín Maríanna  


Myndir